Hér erum við

 

 

 

Oddsstaðir í Lundarreykjadal.  

Ábúendur á Oddsstöðum eru Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gugga og Oddur

 

 

Saman  eigum við fjögur uppkomin börn, áður átti Sigurður soninn Jörgen, sonur hans er Alexander f. 2009, sambýliskona hans er Jóhanna Hjaltalín.

Ólafur Ágúst, Ragnar Finnur sambýliskona hans er Hrafnhildur Baldursdóttir, sonur þeirra er

Baldur Ragnar f.  2012. 

Sigurður Hannes og Sigurborg Hanna.

 

 

 

 

Bústofninn er sauðfé og hross. 

Löng hefð er fyrir hrossarækt á Oddsstöðum, þar sem Sigurður er fæddur og uppalinn, en Guðbjörg er frá Hvanneyri og foreldrar hennar áttu Skeifu 2799 frá Kirkjubæ og ræktuðu hross út af henni.

Ferðaþjónusta hefur stöðugt orðið stærri þáttur í rekstri búsins, þar eru hestaferðir öflugasti þátturinn. Markmiðið er að veita vandaða þjónustu, þar sem ferðamennirnir kynnast fjölskyldunni, hrossaræktinni og annari starfsemi í reynd.

 

Erum vikir skógarbændur og aðilar að "Vesturlandsskógum".  

 

Tökum virkan þátt í verkefninu "Bændur græða landið" 

 

Menntun Sigurðar Odds:

Námskeið í sjúkrajárningum við danska dýralækningaháskólann 1978.
B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri 1979. Aðalritgerð: Tengsl nokkurra skrokkmála við hæfileika íslenskra hrossa.
Nám við sænska Landbúnaðarháskólann 1980-1982, Líffærafræði, með hreyfingar íslenska hestsins sem sérsvið.

Kennari í járningum við Bændaskólana á Hólum og Hvanneyri meira og minna síðan 1982.
Hefur starfað við járningar, sjúkrajárningar og jafnvægisjárningar á Islandi (og Svíþjóð) síðan 1978. 

Ferðaskrifstofa - Leyfishafi

Oddsstaðir, 311 Borgarnes    |    Sími: 435 1413    |    Gsm: 895 0913     |     Netfang: oddsstadir@oddsstadir.is